Fróðleiksmolar RSS



Sárabót virkar á handaexem

Við vorum að fá eftirfarandi skilaboð frá einum af fjölmörgum ánægðum notedum af smyrslinu Sárabót frá Gandi "Ég er búinn að vera með handaexem (soriasis) á báðum höndum síðan 1992. Eina sem var í boði er sterakrem en það eyðir upp húðinni. Fyrir ca 4 árum prufaði ég að nota Sárabót og viti menn, það virkar mjög vel, eyðir ekki upp húðinni og það sem meira er að ég þarf ekki að kaupa rándýrt sterakrem. Húðin springur og það myndast sár en Sárabót mýkir hana upp sem gerir það að verkum að hún springur ekki út af exeminu og er mjög græðandi".  Guðmundur Örn Jensson Minnum á að Sárabót fæst í flest öllum apótekum landsins og á heimasíðunni www.gandur.is

Halda áfram að lesa



Hvanneyrarhátíð 2017

Laugardaginn 8. júlí næstkomandi verður hin árlega Hvanneyrarhátíð haldinn að Hvanneyri í Borgarfirði.  Þar verður ýmislegt um vera en í grunnin er þetta fjölskylduskemmtun á Hvanneyri fyrir íbúa, fólk á ferðinni eða þá sem vilja koma á staðinn og rifja upp gamlar minningar.  Af nógu er að taka en mörg þúsund íslendingar hafa verið í skóla á Hvanneyri í gegnum áratugina eða frá því fyrst var stofnaður þar Búnaðarskóli vorið 1889. Við verðum á hátíðinni með sölubás og seljum vörur frá Gandi, sjá heimasíðuna www.gandur.is  Hlökkum til að sjá ykkur...!!!    

Halda áfram að lesa



Handáburðurinn Handabót

Þá kynnir Gandur til sögunnar nýja vöru á markað.  Handáburðinn Handabót.  Þetta er hvítt krem og ætlað til daglegrar notkunnar á þurrar hendur.  Þetta er ólík vara frá smyrslunum Sárabót og Hælabót því hér er krem á ferðinni en ekki smyrsl.  Markmiðið við framleiðslu þess var að hafa það heldur feitara en margt annað sem er á markaðnum án þess þó að ganga of langt.  Við teljum að okkur hafi tekist vel til í vöruþróuninni sem við höfum að þessu sinni unnið með PharmArtica á Grenivík og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir gott samstarf.  Vonum að ykkur líki vel við Handabótina sem nú er send með pósti hvert á land sem er, móttakanda að kostnaðarlausu.....

Halda áfram að lesa



Gandur og Facebook

Gandur kynnir nú uppfærða og endurbætta heimasíðu með upplýsingum um þær vörur sem við framleiðum, forsögu og hvað þær innihalda.  Sjá www.gandur.is  Einnig er búið að bæta Facebook síðu Gands en þar má nú bæði skoða og kaupa þær vörur sem við erum að framleiða.  Sjá https://www.facebook.com/gandur.is/.  Allar góðar ábendingar um framsetningu og eða efni til upplýsinga á heimasíðunni eru vel þegnar.  Fylgist vel með því á næstunni munum við koma fram með nýja vörutegund sem hefur verið að fá mjög góða dóma í þróunarferlinu...

Halda áfram að lesa



Handáburður í þróun

Fyrir nokkrum vikum síðan hófst vinna við þróun á nýjum handáburði og hafa nokkrar prófanir á mismunandi blöndum verið gerðar í samvinnu við Pharmartica.  Megin uppistaðan verður minkaolía en einnig blöndum við í hann kókosolíu og fleiri frábærum olíum.  Allt þetta og meira til mun gera handáburðinn mjög mýkjandi og nærandi fyrir húðina.  Stærsta vandamálið í þróunnar ferlinu er hinsvegar að velja þá lykt sem á að vera og hafa nú öll nef ættingja og vina verið nýtt til hins ítrasta.  Það hefur verið þefað og prófað dag og nótt og sýnist sitt hverjum.  Ótrúlegt hvað fólk getur haft mismunandi skoðanir á hvernig lykt á að vera og hvað sé besta lyktin.  Á allra næstu dögum verður hinsvegar að taka...

Halda áfram að lesa