Handáburður í þróun


Fyrir nokkrum vikum síðan hófst vinna við þróun á nýjum handáburði og hafa nokkrar prófanir á mismunandi blöndum verið gerðar í samvinnu við Pharmartica.  Megin uppistaðan verður minkaolía en einnig blöndum við í hann kókosolíu og fleiri frábærum olíum.  Allt þetta og meira til mun gera handáburðinn mjög mýkjandi og nærandi fyrir húðina.  Stærsta vandamálið í þróunnar ferlinu er hinsvegar að velja þá lykt sem á að vera og hafa nú öll nef ættingja og vina verið nýtt til hins ítrasta.  Það hefur verið þefað og prófað dag og nótt og sýnist sitt hverjum.  Ótrúlegt hvað fólk getur haft mismunandi skoðanir á hvernig lykt á að vera og hvað sé besta lyktin.  Á allra næstu dögum verður hinsvegar að taka ákvörðun um hvaða lykt eigi að velja því ætlunin er að koma með handáburðinn á markað í sumar og þá með hinni einu sönnu lykt sem "meirihlutinn" á heimilinu elskar.......!!!!

Skilja eftir skilaboð


translation missing: is.blogs.comments.moderated