Fróðleiksmolar RSS



Húðsmyrsl fælir flugur frá

Vegna mikillar umræðu um ágangs af flugu viljum við minna á að Húðsmyrslið sem við framleiðum inniheldur bæði Lavander olíu og Tea tree olíu ásamt minkaolíunni sem er aðal uppistaðan í smyrslinu.  Engu að síður vitum við að notkun á Húðsmyrsli er að fæla flugur frá sárum á dýrum, þar með talin excem sár á hestum erlendis.   Eins höfum við margar sögur frá fólki í hestaferðum hér á landi sem notar Húðsmyrslið með góðum árangri á bæði sig og hestinn til að fæla flugur frá.  Oft er það þá borið á t.d. eyru hestanna og/eða í andlit reiðmannsins.  Við getum því sagt með sanni að Húðsmyrslið er ekki aðeins græðandi á sár heldur er einnig hægt að nota það fyrirbyggjandi...

Halda áfram að lesa



Tvenna á tilboði

Í tilefni af vorverkum, sauðburði og öllu sem er að gerast í sveitinni á þessum árstíma bjóðum við 10% afslátt af Húðsmyrsli 100 ml og Handáburði.  Húðsmyrslið hefur reynst vel á t.d. spenasár og/eða slysasár á skepnum. Fer vel inn í húðina og hjálpar sárunum að lokast hratt og örugglega.  Handáburðurinn er ætlaður til daglegra nota á þurra húð en hann fer einnig sérstaklega  vel inn í húðina og gefur lengi áhrif.   Þetta er því kjörinn pakki fyrir t.d. bændur í sauðburði eða öðrum vorverkum.  Athugið að við kaup þarf að setja lykilorðið VOR2019 í línu fyrir afsláttarorð en þá reiknast hann inn.  Ef keypt er fyrir meira en 5.000 krónur þá er sendingarkostnaður ókeypis.  Tilboðið stendur í nokkra daga.

Halda áfram að lesa



Sérstök kynning á Hælabót

Á Handverkshátíðinni sem haldinn verður á Hrafnagili dagana 9-12. ágúst næstkomandi verðum við með sérstaka kynningu á smyrslinu Hælabót sem er ætlað á þurra og sprungna hæla og þurra fætur.  Fótaaðgerðafræðingurinn Hjördís Anna Helgadóttir verður í básnum hjá okkur laugardag og sunndag, en þá getur fólk komið og rætt beint við hana um hennar reynslu af notkun á Hælabót og hverning best sé að leysa vandamálin.  Lítið við og fáið ráðleggingar. 

Halda áfram að lesa



Íþróttamiðstöðin á Blöndósi

Nú er orðið hægt að kaupa vörur frá okkur, Sárabót, Hælabót og Handabót í Íþróttamiðstöðinni á Blöndósi.  Þar er einnig mjög góð sundlaug með tveimur rennibrautum fyrir börn og unglinga, þremur heitum pottum og fleira.  Úti eru hoppidýnur, kastalar og athvarf fyrir fullorðna.  Flott aðstaða og því kjörið fyrir þreytt ferðafólk að stoppa þar, slaka aðeins á og mýkja  sig svo upp með vörunum frá Gandi...

Halda áfram að lesa



Heilsuskóli Artasan

Vorum með kynningu því sem Urðarköttur ehf, er að gera undir vörumerkinu GANDUR.  Fórum yfir forsöguna og hversvegna við byrjuðum að framleiða smyrsl og krem úr minkaolíu og íslenskum jurtum, bæði fyrir menn og dýr.  Í stuttu máli þá byrjuðum við að framleiða smyrsl ætlað á múkk í hestum en fólk með margskonar húðvandamál eins og exem, þurrkbletti eða sórías og sár sem gekk ílla að láta gróa vildi endilega fá að prófa.  Öll jákvæðu viðbrögðin frá þessu fólki kom okkur á þann stað sem við erum á í dag.  Takk fyrir að fá að taka þátt í Heilsuskólanum og segja frá okkur og okkar vörum.

Halda áfram að lesa