Handáburðurinn Handabót


Þá kynnir Gandur til sögunnar nýja vöru á markað.  Handáburðinn Handabót.  Þetta er hvítt krem og ætlað til daglegrar notkunnar á þurrar hendur.  Þetta er ólík vara frá smyrslunum Sárabót og Hælabót því hér er krem á ferðinni en ekki smyrsl.  Markmiðið við framleiðslu þess var að hafa það heldur feitara en margt annað sem er á markaðnum án þess þó að ganga of langt.  Við teljum að okkur hafi tekist vel til í vöruþróuninni sem við höfum að þessu sinni unnið með PharmArtica á Grenivík og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir gott samstarf.  Vonum að ykkur líki vel við Handabótina sem nú er send með pósti hvert á land sem er, móttakanda að kostnaðarlausu.....

Translation missing: is.blogs.comments.with_count


  • Klara Matthíasdóttir

    Góðan dag. Ég er með mikið handaexem og þarf því stöðugt að nota mykjandi krem. Ég hef heyrt látið vel af Sárabót og Handabót og langar til að prófa kremin til að vita hvort þau gagnist mér. Þar sem ég er brennd af því að hafa keypt alls kyns krem og áburði sem gagnast svo ekki neitt, langar mig að vita hvort þið getið sent mér smá prufur af kremunum. Væri mjög þakklát ef það væri hægt. Kv. Klara Matthíasdóttir, Ljósavik 42, 112 Reykjavík.


Skilja eftir skilaboð


Translation missing: is.blogs.comments.moderated