Handáburðurinn Handabót


Þá kynnir Gandur til sögunnar nýja vöru á markað.  Handáburðinn Handabót.  Þetta er hvítt krem og ætlað til daglegrar notkunnar á þurrar hendur.  Þetta er ólík vara frá smyrslunum Sárabót og Hælabót því hér er krem á ferðinni en ekki smyrsl.  Markmiðið við framleiðslu þess var að hafa það heldur feitara en margt annað sem er á markaðnum án þess þó að ganga of langt.  Við teljum að okkur hafi tekist vel til í vöruþróuninni sem við höfum að þessu sinni unnið með PharmArtica á Grenivík og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir gott samstarf.  Vonum að ykkur líki vel við Handabótina sem nú er send með pósti hvert á land sem er, móttakanda að kostnaðarlausu.....

Skilja eftir skilaboð