Hvanneyrarhátíð 2017


Laugardaginn 8. júlí næstkomandi verður hin árlega Hvanneyrarhátíð haldinn að Hvanneyri í Borgarfirði.  Þar verður ýmislegt um vera en í grunnin er þetta fjölskylduskemmtun á Hvanneyri fyrir íbúa, fólk á ferðinni eða þá sem vilja koma á staðinn og rifja upp gamlar minningar.  Af nógu er að taka en mörg þúsund íslendingar hafa verið í skóla á Hvanneyri í gegnum áratugina eða frá því fyrst var stofnaður þar Búnaðarskóli vorið 1889.

Við verðum á hátíðinni með sölubás og seljum vörur frá Gandi, sjá heimasíðuna www.gandur.is  Hlökkum til að sjá ykkur...!!!

 

 


Skilja eftir skilaboð


Translation missing: is.blogs.comments.moderated