Handabót

Handabót

Verð kr 1,452

Handabót - 2.000 kr m/vsk


Mýkjandi og nærandi handáburður framleiddur úr minkaolíu og kókosolíu. Handabót er góður til daglegra nota og gengur hratt og vel inn í húðina.

 

  • Minkaolían gefur mikla langtímaverkun fyrir húðina
  • Kremið sogast hratt inn í húðina
  • Góður á þurra húð til daglegra nota

Innihald
Aqua (vatn), Mustela oil (minkaolía), Cocos nuciferia oil (kókosolía), Achillea  millefolium extract (vallhumall), Glycerin (glýseról 100%), Cetyl alcohol, Cetearyl alcohol, Sorbitan oleate, Carbomer, Fragrance oil (parfum), Phenoxyethanol, Potassium sorbate, Tokopheryl acetate (E-vítamín), Citric acid (sýtrónusýra), Linalool.

Meðmæli og reynslusögur.

"Ég er með mjög þurra húð og vinn í heilbrigðisgeiranum þar sem ég þarf oft að spritta hendurnar.  Ég hef notað fjöldann allan af handaáburði og var alltaf að fá sprungusár þó ég væri að nota einhverja handáburði.  En handáburðurinn Handabót frá Gandi er besti handáburður sem ég hef prófað, hann er passlega feitur og vinnur hratt og vel á húðinni og gerir hendurnar ótrúlega mjúkar".

 Sigrún Andrea Gunnarsdóttir, starfsmaður HSN á Sauðárkróki

"Ég get virkilega mælt með handáburðinum Handabót frá Gandi. Hann fer mjög hratt inn í húðina, lyktin er þægileg og húðin verður silkimjúk". 

Anna Björk Arnardóttir, Naglafræðingur